Skoðum heiminn
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Til Hamingju með síðuna!

5 posters

Go down

Til Hamingju með síðuna! Empty Til Hamingju með síðuna!

Innlegg  autrey Mið Nóv 12, 2008 3:38 pm

Ég er ekkert smá ánægð með þessa síðu.frábært að hafa svona,
við erum par með barn, byrjuð að plana flutning til noregs í janúar Smile
Rosa spennt..væri gaman að heyra í öðrum sem eru að fara út.

autrey

Fjöldi innleggja : 7
Registration date : 12/11/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til Hamingju með síðuna! Empty Hæ hæ

Innlegg  Elsa Fös Nóv 21, 2008 3:14 pm

Hæ hæ, við erum líka að spá í að flytja til Noregs Very Happy
Maðurinn minn er að vinna í því núna að redda vinnu og ef allt gengur vel myndi hann fara út í janúar og svo kæmum við öll saman með Norrænu í apríl.
Bróðir mannsins míns býr nálægt Oslo og við værum helst til í að vera í sama bæ og hann eða þá einhvers staðar í Suður Noregi.
Við eigum tvo stráka og þeir verða 1 og hálfs og 2 og hálfs árs gamlir Smile
Eruð þið komin með vinnu?
Hvað er barnið ykkar gamalt?
Veistu hvernig leikskólarnir eru þarna úti?
Hvar í Noregi verðið þið?
Nokkrar spurningar hehe... Question

Kv. Elsa.

Elsa

Fjöldi innleggja : 8
Registration date : 21/11/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til Hamingju með síðuna! Empty Re: Til Hamingju með síðuna!

Innlegg  autrey Mán Nóv 24, 2008 3:36 pm

Hæ gaman að heyra að það séu fleirri í þessum pælingum! Smile
En nei erum ekki komin með vinnu,en erum alveg á fullu að senda ferilskrár og fá upplýsingar um vinnu!
Strákurinn er 6 ára,þannig að hann fer beint í skóla þegar við komum út..og ég er ekkert að stressa mig á því,hef fengið þær upplýsingar að um leið og hann fer í skóla í noregi verður hann settur á tungumálanámskeið í skólanum og svo verður hann settur inní námsefnið! fannst það alveg frábært Smile
En við förum bara þangað sem að vinna býðst! ætlum reyndar ekki að vera fyrir norðan..okkur langar að vera nálægt osló,þrátt fyrir að leigan sé hæðst þar!
Við hvað er maðurinn þinn að vinna?
Hefur hann fengið einhver svör um vinnu?

autrey

Fjöldi innleggja : 7
Registration date : 12/11/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til Hamingju með síðuna! Empty Re: Til Hamingju með síðuna!

Innlegg  Elsa Þri Nóv 25, 2008 4:51 pm

Þetta er mjög svipað hjá okkur, erum á fullu að sækja um vinnu fyrir manninn minn sem er málarameistari og svo ætla ég að sækja um vinnu þegar við vitum hvar við verðum.
Maðurinn minn er búinn að fara í viðtal hjá atvinnumiðlun sem var hér á landi um helgina og þeir eru að vinna í því að finna e-ð við hæfi.
Við erum orðin svo spennt fyrir þessu, held að þetta verði frábær lífsreynsla þó þetta verði ábyggilega svolítið erfitt fyrst.
Strákurinn ykkar verður ábyggilega enga stund að ná norskunni, það er ótrúlegt hvað börn eru fljót að ná nýju tungumáli.
Ég hef líka heyrt að það sé frítt fyrir fólk frá hinum Norðurlöndunum að fara á norskunámskeið, við ætlum pottþétt að nýta okkur það Smile
Hvernig starfi eru þið að leita að?
Ætlið þið að taka gám fyrir búslóðina?

Elsa

Fjöldi innleggja : 8
Registration date : 21/11/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til Hamingju með síðuna! Empty Re: Til Hamingju með síðuna!

Innlegg  Sandra Mið Nóv 26, 2008 1:15 am

Elsa skrifaði:Ég hef líka heyrt að það sé frítt fyrir fólk frá hinum Norðurlöndunum að fara á norskunámskeið, við ætlum pottþétt að nýta okkur það Smile

Leiðinlegt en satt að norskukennsla er víst ekki lengur frí fyrir fólk frá Norðurlöndunum Sad

Sandra

Fjöldi innleggja : 15
Age : 42
Location : Noregur
Registration date : 22/11/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til Hamingju með síðuna! Empty Re: Til Hamingju með síðuna!

Innlegg  autrey Mið Nóv 26, 2008 4:22 am

já hann fór einmitt líka í viðtal hja atvinnumiðlun, ég er líka ekkert að stressa mig á vinnu fyrir mig sjálfa ! allavega ekki fyrr en við erum búin að koma okkur fyrir Smile
Hann er að leita af gröfuvinnu,eða bara einverju í jarðvinnu flokknum,.
og varðandi að taka búslóðina með, þá held ég að við ætlum að reyna skilja það sem er ekki nauðsynlegt hérna eftir heima
það er svo rosalega dýrt að fá gám :/ svo er bara að reyna losa sig við bílinn! gangi okkur vel Smile hehe

Við erum á norsku námskeiði hjá mímir símenntun..byrjenda námskeiði! alveg rosalega gaman,, Smile

autrey

Fjöldi innleggja : 7
Registration date : 12/11/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til Hamingju með síðuna! Empty flytjum til stavanger :D

Innlegg  autrey Mið Des 03, 2008 11:34 am

Jæja þá er það komið á hreint! við flytjum út í janúar:D
Kallinn komin með vinnu í stavanger! og ætlar vinnuveitandi hans að redda mér vinnu þarna úti! hann er búin að redda okkur íbúð
og ætlar að hjálpa okkur með allt Very Happy

Vildi bara deila þessu með ykkur! ég er svo spennt Very Happy:D

autrey

Fjöldi innleggja : 7
Registration date : 12/11/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til Hamingju með síðuna! Empty Re: Til Hamingju með síðuna!

Innlegg  Elsa Mið Des 03, 2008 4:37 pm

Snilld! Maðurinn minn var líka að fá vinnu í Stavanger!!! Fyndið Laughing
Til hamingju með þetta og frábært að vinnuveitandi hans ætli að redda þér vinnu líka.
Hvar fenguð þið íbúð og vitið þið hvað leigan er há?
Maðurinn minn fer út 15. janúar og svo komum við öll í byrjun apríl, erum orðin mjög spennt Cool

Elsa

Fjöldi innleggja : 8
Registration date : 21/11/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til Hamingju með síðuna! Empty Re: Til Hamingju með síðuna!

Innlegg  autrey Fim Des 04, 2008 7:40 am

vá frábært Very Happy hann er úti núna í stavanger, vinnuveitandi hans bauð honum út í 3 daga og eru þeir á fullu að skoða íbúðir. þannig að það er ekki alveg komið í ljós hvaða íbúð við fáum, en við höfum ekki efni á að borga meir en 6000 nok
það er nefnilega alveg hræðilega dýrt að leigja þarna! hann var að skoða eina kjallaríbúð í dag,hún er svoldið lítil en samt alveg mönnum bjóðandi,og ef að við fáum hana þá erum við bara að borga 3500 á mánuði Very Happy en maðurinn sem hann er hjá núna sagði við hann að það er örugglega miklu ódýrar að skilja búslóðina eftir heima og kaupa nýtt bara í ikea! :/ en við ætlum að skoða þetta allt vel og vandlega!

Gaman að hafa eitthvern til þess að tala við sem er að fara á sama stað Very Happy

autrey

Fjöldi innleggja : 7
Registration date : 12/11/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til Hamingju með síðuna! Empty Re: Til Hamingju með síðuna!

Innlegg  Elsa Fim Des 04, 2008 3:46 pm

Já, þetta er víst með dýrari stöðum til að leigja á í Noregi. En ætli þetta sé nokkuð svo dýrt miðað við hvernig leiguverðið er búið að vera hér á Íslandi?
Við eigum líka eftir að athuga hvað kostar að senda með gámi eða bretti.
Úff... það er sko í nógu að snúast þessa dagana Exclamation

Elsa

Fjöldi innleggja : 8
Registration date : 21/11/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til Hamingju með síðuna! Empty 3 jan

Innlegg  autrey Mið Des 10, 2008 9:52 am

þá er búið að panta flug! förum 3 janúar! þurfum ekki að taka nein húsgögn með,ekki nema við viljum! því þau ætla að redda okkur öllu,jafnvel eldhúsáhöldum Very Happy við erum rosa heppin með það, kostnaðurinn minnkaði sko helling við það Very Happy
núna er bara verið á fullu í því að finna alla pappíra og vesenast áður en maður fer!
hvað með ykkur hérna á spjallinu? hvernig gengur allt?
endilega halda þessari umræðu gangandi..Smile

autrey

Fjöldi innleggja : 7
Registration date : 12/11/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til Hamingju með síðuna! Empty Re: Til Hamingju með síðuna!

Innlegg  Elsa Fim Des 11, 2008 4:00 pm

Já, þetta er bara allt að smella hjá ykkur. Heppin að fá húsgögnin og allt, munar sko um það!
Maðurinn minn fer 15. jan. og er að leita að leiguherbergi til að byrja með, meðan hann verður einn úti.
Hvaða pappírum eruð þið að redda áður en þið farið?
Við erum að reyna að redda okkur norskri orðabók en þær virðast ekki vera til en það er hægt að kaupa tölvuorðabók með mörgum tungumálum en hún kostar 15.000 Exclamation

Elsa

Fjöldi innleggja : 8
Registration date : 21/11/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til Hamingju með síðuna! Empty Re: Til Hamingju með síðuna!

Innlegg  GudrunH Sun Des 14, 2008 7:03 am

Ég og familían erum líka að fara til Norge í byrjun árs. Verðum rétt fyrir utan Stavanger. Úfff ég er alveg með hnút í maganum af spenningi Smile Þetta hefur alltaf verið á stefnuskránni hjá mér en einhvernvegin alltaf dregist á langinn. Kallinn sagði upp á fimmtudeginum í síðustu viku og var búinn að græja allt (með mikilli hjálp vinnuveitandans úti) á sunnudeginum Smile Vinnu fyrir okkur bæði, leikskólapláss og hús m/húsgögnum þar til við finnum okkar eigið. Svo nú er aðalhöfuðverkurinn að skipuleggja flutningana, hvort að það borgi sig að flytja bílinn út, hvað skal taka með af búslóðinni o.s.frv.
Vitiði hvort að það sé eitthvað íslendingafélag þarna úti?

GudrunH

Fjöldi innleggja : 2
Registration date : 14/12/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til Hamingju með síðuna! Empty Re: Til Hamingju með síðuna!

Innlegg  autrey Sun Des 14, 2008 9:38 am

já vá æði Very Happy hvar verði þið? við verðum nefnilega líka rétt fyrir utan stavanger Smile en voðalega erum við að lenda á góðum vinnuveitendum Wink við erum að reyna eins og við getum að losa okkur við bílinn áður en við förum,flutningurinn á bílnum kostar 119 þús seinast þegar ég athugaði, og svo er rándýrt að vera með hann þarna úti..en ég held að það sé íslendingafélag í stavanger,er samt ekki alveg pottþétt á því.

autrey

Fjöldi innleggja : 7
Registration date : 12/11/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til Hamingju með síðuna! Empty Re: Til Hamingju með síðuna!

Innlegg  GudrunH Sun Des 14, 2008 3:09 pm

Bærinn heitir Tau og er í c.a. korters fjarlægð frá Stavanger með ferju. Við erum með 2 bíla og erum einmitt að reyna að losa okkur við þann dýrari en erum að spá í að taka "drusluna" með Smile . En við viljum endilega vera á bíl þarna úti því að við erum með eina dóttur sem verður 2 ára í apríl og svo er annað væntanlegt í endan maí. Æ mér finnst svo mikið öryggi falið í því að vera á bíl ef maður þyrfti að fara með börnin veik til læknis eða eitthvað þess háttar.
En já, þar sem við erum að fara að flytja þarna í hús sem er í raun klárt með öllu... húsgögnum og öðrum húsbúnaði þá þurfum við bara fötin okkar og aðra persónulega muni og ef við tökum bílinn þá ætlum við að sjá hvort að við getum ekki bara troðið því inní bílinn og nýtt ferðina Smile .

GudrunH

Fjöldi innleggja : 2
Registration date : 14/12/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til Hamingju með síðuna! Empty Re: Til Hamingju með síðuna!

Innlegg  Elsa Fim Des 18, 2008 3:13 pm

Það er Íslendingafélag í Stavanger en heimasíðan er óvirk.
Hafið þið athugað með búslóðaflutninga hjá Atlantsskipum? Ég hef heyrt að þeir séu ódýrastir Smile

Elsa

Fjöldi innleggja : 8
Registration date : 21/11/2008

Til baka efst á síðu Go down

Til Hamingju með síðuna! Empty Fréttir frá Noregi

Innlegg  Olla Mán Júl 06, 2009 3:30 pm

Hæ hæ

Er svo forvitin að vita hvernig ykkur gekk sem voruð að flytja út. Ég er mikið að spá í að flytja út næsta sumar þegar ég er búin með skólann og langar svo að fá fréttir af lífinu ykkar þarna úti Very Happy

Olla

Fjöldi innleggja : 1
Registration date : 06/07/2009

Til baka efst á síðu Go down

Til Hamingju með síðuna! Empty Re: Til Hamingju með síðuna!

Innlegg  Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu


 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum